Tvö mörk og rautt í Meistaradeildarbaráttunni (myndskeið)

Nicolas Jackson fékk beint rautt spjald í liði Chelsea þegar liðið heimsótti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Newcastle vann leikinn 2:0.

Sandro Tonali kom Newcastle yfir snemma leiks og Jackson fékk svo rautt spjald á 35. mínútu eftir að hafa gefið Sven Botman olnbogaskot í höfuðið.

Einum færri skapaði Chelsea sér fjölda færa en Bruno Guimaraes innsiglaði svo sigur Newcastle með skoti fyrir utan vítateig sem fór af varnarmanni og í netið.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Newcastle í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert