Eiður Smári: Ekki auðveldasti karakterinn í klefanum

„Ég held að hann sé ekki auðveldasti karakterinn í klefanum!“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag þegar rætt var um Emi Martínez, markvörð Aston Villa.

Martínez lék vel í marki Villa þegar liðið sótti mikilvægan 1:0-sigur til Bournemouth í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Argentínski markvörðurinn hefur oft vakið athygli fyrir litríkan persónuleika sinn og ekki öllum sem líkar það þegar hann gerir lítið úr mótherjum.

„Ég held að það sé mjög auðvelt að verða þreyttur á honum. Ég held að hann sé algjör hamhleypa til verka, á allan hátt.

Þetta er krefjandi týpa en ég er rosalega feginn að hafa hann,“ sagði Vilhjálmur Freyr Hallsson, sem er stuðningsmaður Villa.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert