Eiður Smári: Skömmustulegt fyrir United

Í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag var rætt um ógöngur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Man. United tapaði 0:2 fyrir West Ham United og hefur þar með tapað 17 af 36 leikjum sínum í deildinni á tímabilinu.

„17 töp fyrir félag eins og Manchester United, í 16. sæti, þetta er bara skömmustulegt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

„Umræðan um United er meðvirkni á mjög háu stigi. Við erum alltaf að gefa þeim einhverja sénsa og maður er sjálfur í því. Þetta er náttúrlega ótrúlega lélegt,“ sagði Vilhjálmur Freyr Hallsson.

Umræðuna um Man. United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert