Eiður Smári við Hörð: Ég veit að þér finnst þetta sárt

Í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag var rætt um brottför enska knattspyrnumannsins Trent Alexander-Arnold frá Liverpool.

„Ég veit að þér finnst þetta sárt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við þáttastjórnandann Hörð Magnússon, sem er stuðningsmaður Liverpool.

„Þetta er sárt,“ svaraði Hörður þá.

„Ef ég væri Liverpool-stuðningsmaður þá veit ég að ég væri hundfúll út í hann,“ sagði Vilhjálmur Freyr Hallsson.

Umræðuna um Alexander-Arnold, sem er á leið til Real Madríd, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert