Sigurmark í uppbótartíma í framlengingu

Leikmenn Sunderland fagna vel í leikslok.
Leikmenn Sunderland fagna vel í leikslok. Ljósmynd/Sunderland

Sunderland tryggði sér sæti í úrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með dramatískum hætti í kvöld. Mætir liðið því Sheffield United á Wembley í hreinum úrslitaleik um sæti í deild þeirra bestu.

Ephron Mason-Clark kom Coventry yfir á 76. mínútu og jafnaði einvígið í 2:2, þar sem Sunderland vann fyrri leikinn 2:1.

Var ekkert meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Stefndi allt í vítakeppni þegar Daniel Ballard skoraði sigurmark Sunderland í uppbótartíma í framlengingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert