Vilhjálmur: Arteta segir bara eitthvað

Í Vellinum á Símanum Sport á sunnudag var rætt um Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um sitt lið að undanförnu.

Arteta sagði til að mynda að Arsenal hafi verið besta lið Meistaradeildar Evrópu á tímabilinu.

Einnig sagði hann að liðið hefði búið að vinna tvo Englandsmeistaratitla tímabilin tvö á undan hefði Arsenal unnið sér inn jafn mörg stig og Englandsmeistarar Liverpool gerðu í ár.

„Það er kannski bara áhyggjuefni fyrir þá sem standa honum næst. En ég hugsa upp á trúverðugleika og annað þá eru allir búnir að sjá í gegnum þetta. Hann segir bara eitthvað. Það vita allir að Arsenal var ekki besta liðið í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur Freyr Hallsson.

Umræðuna um Arteta má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert