Aðgerð í dag en gæti spilað eftir viku

Dejan Kulusevski gekkst undir aðgerð á hné í dag.
Dejan Kulusevski gekkst undir aðgerð á hné í dag. AFP/Ben Stansall

Sænski knattspyrnumaðurinn Dejan Kulusevski gekkst í dag undir aðgerð á hné en félag hans,  Tottenham Hotspur, staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum.

Hins vegar kemur fram að Tottenham útiloki ekki að hann geti tekið þátt í úrslitaleiknum mikilvæga gegn Manchester United næsta miðvikudag, í Evrópudeildinni, þar sem sæti í Meistaradeildinni næsta vetur er í húfi.

Kulusevski þurfti að fara af velli vegna meiðslanna þegar Tottenham tapaði fyrir Crystal Palace á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert