Grillveisla en ekki rútuferð

Manchester United er komið í úrslit Evrópudeildarinnar.
Manchester United er komið í úrslit Evrópudeildarinnar. AFP/Oli Scarff

Lið Manchester United fer ekki í hefðbundna rútuferð um Manchester-borg ef það vinnur Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Hefð er fyrir  slíkum akstri hjá enskum knattspyrnuliðum, hvort sem það er í úrvalsdeild eða sigrar í neðri deildum eða bikarkeppnum.

BBC segir að engin slík ferð hafi verið skipulögð hjá United, heldur muni félagið halda grillveislu á æfingasvæði sínu, Carrington, ef sigur vinnst í Evrópudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert