Arteta vill fá leikmann Real Madrid

Rodrygo.
Rodrygo. AFP/Javier Soriano

Mikael Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, vill fá brasilíska sóknarmanninn Rodrygo í sumar.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Rodrygo, sem er 24 ára gamall, hefur verið í aukahlutverki hjá Real Madrid eftir að Kylian Mbappé gekk til liðs við spænska félagið síðasta sumar.

Sóknarmaðurinn hefur komið við sögu í 30 leikjum Real Madrid í spænsku 1. deildinni þar sem hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur sex til viðbótar.

Alls hefur hann skorað 13 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hann gekk til liðs við Real Madrid frá Santos árið 2019 fyrir 45 milljónir evra.

Hann er samningsbundinn Real Madrid til sumarsins 2028 en Arsenal gæti þurft að borga í kringum 100 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert