Auðæfi enska milljarðamæringsins Sir Jim Ratcliffe, meðeiganda enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hafa minnkað um rúmlega fjórðung á undanförnu ári.
Ratcliffe, sem er stærsti einstaki landeigandi á Íslandi, tapaði tæplega 6,5 milljörðum punda undanfarið ár.
Fyrir ári síðan átti hann 23,5 milljarða punda en í dag nema auðæfi hans 17 milljörðum punda.
Frá þessu er greint í Sunday Times, sem tekur árlega saman lista yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Ratcliffe er nú í sjöunda sæti yfir ríkasta fólk Bretlands en var í fjórða sæti fyrir ári síðan.