Hinn norður-írski Conor Bradley hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Liverpool.
Bradley, sem er 21 árs, hefur komið við sögu í 27 leikjum á tímabilinu í hægri bakverðinum.
Norður-Írinn hefur fengið samkeppni um stöðu hægri bakvarðarins en fyrr í dag greindi Fabrizio Romano frá því að Jeremie Frimpong muni ganga til liðs við Liverpool í sumar.