Man United setti tvö félagsmet í gær

Það hefur lítið gengið hjá lærisveinum Ruben Amorim í ensku …
Það hefur lítið gengið hjá lærisveinum Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Glyn Kirk

Manchester United tapaði sínum átjánda deildarleik á tímabilinu í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Chelsea, 1:0. Eftir 37 leiki í deildinni hefur United tapað 18 og situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar ein umferð er óspiluð.

Með tapinu í gær var það staðfest að liðið mun ekki ná að vinna tvo úrvalsdeildarleiki í röð á tímabilinu í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Þá er þetta einnig í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem United er án sigurs í átta leikjum í röð.

Í síðustu átta leikjum hefur United tapað sex og gert tvö jafntefli og er með versta árangur allra liða í deildinni á því tímabili.

Man United hefur aðeins unnið tíu deildarleiki í vetur en það er langversti árangur félagsins en versta sigurhlutfallið til þessa var tímabilið 2021-22 þegar liðið vann sextán leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert