Forest setur pressu á liðin fyrir ofan sig

Leikmenn Nottingham Forest fagna marki Nikola Milenkovic.
Leikmenn Nottingham Forest fagna marki Nikola Milenkovic. AFP/Henry Nicholls

Nottingham Forest gerði góða ferð til Lundúna er liðið lagði West Ham, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Forest situr í sjöunda sæti deildarinnar með 65 stig, einu stigi frá Aston Villa, Chelsea og Newcastle sem sitja í Meistaradeildarsætum. West Ham er með 40 stig í 15. sæti.

Morgan Gibbs-White kom Forest yfir á 11. mínútu og var staðan 1:0 fyrir gestunum í hálfleik.

Eftir klukkutíma leik bætti Serbinn Nikola Milenkovic við öðru marki Forest með góðum skalla. Jarrod Bowen minnkaði muninn fyrir West Ham á 86. mínútu með glæsilegu marki.

Nær komust heimamenn ekki og Forest fór með sigur af hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert