Þrumufleygur Wilsons í Lundúnaslag (myndskeið)

Harry Wilson skoraði glæsilegt sigurmark Fulham í 3:2 endurkomusigri á Brentford í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Wilson tók þá hnitmiðað skot fyrir utan vítateig sem fór niður í bláhornið. Skömmu áður hafði Tom Cairney jafnað metin í 2:2 fyrir Fulham.

Raúl Jiménez skoraði fyrsta mark leiksins og kom Fulham í 1:0 áður en Bryan Mbeumo og Yoane Wissa sneru taflinu við fyrir Brentford.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert