Vardy kvaddi með marki (myndskeið)

Jamie Vardy skoraði sitt 200. mark í 500. leik sínum í öllum keppnum fyrir Leicester City þegar liðið vann Ipswich Town 2:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Vardy kom Leicester á bragðið í sínum allra síðasta leik fyrir liðið en hann heldur annað eftir tímabilið.

Kasey McAteer innsiglaði svo sigur Leicester.

Svipmyndir úr síðasta leik Vardys fyrir Leicester má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert