Brasilíski landsliðsmaðurinn til United

Matheus Cunha er á leið til Manchester United.
Matheus Cunha er á leið til Manchester United. AFP/Justin Tallis

Brasilíski landsliðsmaðurinn Matheus Cunha mun eftir næstu helgi semja við Manchester United en Cunha hefur verið besti leikmaður Wolves á leiktíðinni.

Sky Sports greinir frá og segir United greiða 62,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. Klásúla er í samningi hans sem gerir það að verkum að Wolves getur ekki hafnað tilboðinu.

Cunha, sem er 25 ára, lék með Leipzig, Hertha Berlín og Atlético Madrid áður en hann gekk í raðir Wolves. Þar hefur hann skorað 29 mörk í 78 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann gert eitt mark í 13 leikjum með brasilíska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert