Brighton stöðvaði sigurgöngu Liverpool

Jack Hinshelwood fagnar eftir að hafa komið Brighton í stöðuna …
Jack Hinshelwood fagnar eftir að hafa komið Brighton í stöðuna 3:2 gegn Liverpool í kvöld. AFP

Brighton vann óvæntan en sterkan heimasigur á Liverpool þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 

Brighton situr nú í áttunda sæti deildarinnar með 58 stig, en Liverpool, sem nú þegar hefur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn, er í því fyrsta með 83 stig. 

Liverpool byrjaði leikinn af krafti og komst í stöðuna 1:0 eftir mark frá Harvey Elliott á 9. mínútu. Tæpum tuttugu mínútum síðar jafnaði Yasin Ayari metin fyrir heimamenn og leit allt út fyrir að liðin færu jöfn inn í seinni hálfleik þangað til að Dominik Szoboszlai skoraði glæsilegt mark og kom gestunum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Seinni hálfleikur fór rólega af stað og fengu bæði lið ágæt færi, en það var síðan japanski varmaðurinn Kaoru Mitoma sem jafnaði metin fyrir Brighton eftir 70 mínútna leik. Á 86. mínútu voru heimamenn aftur á ferðinni þegar Jack Hinshelwood braut sér leið í gegnum vörn Liverpool og skoraði sigurmark Brighton á ögurstundu.

Óvæntur sigur Brighton staðreynd og því ljóst að Liverpool eiga harmi að hefna í síðustu umferð tímabilsins sem fram fer á sunnudag.

Brighton 3:2 Liverpool opna loka
90. mín. Venjulegum leiktíma lokið og átta mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert