Skelfileg mistök markvarðarins (myndskeið)

Alphonse Areola, markvörður West Ham United, gaf Morgan Gibbs-White, miðjumanni Nottingham Forest, mark á silfurfati í 2:1-sigri Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Areola gaf einfaldlega boltann á Gibbs-White sem þakkaði fyrir sig og lagði boltann í netið.

Nikola Milenkovic tvöfaldaði forystu Forest með góðum skalla áður en Jarrod Bowen minnkaði muninn fyrir West Ham með stórglæsilegu marki.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert