Vinstri bakvörðurinn til Liverpool?

Milos Kerkez í leik með Bournemouth gegn Fulham í síðasta …
Milos Kerkez í leik með Bournemouth gegn Fulham í síðasta mánuði. AFP/Glyn Kirk

Englandsmeistarar Liverpool hafa sett sig í samband við Bournemouth til þess að ræða möguleikann á því að festa kaup á ungverska vinstri bakverðinum Milos Kerkez.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því á X-aðgangi sínum að Kerkez sé mjög áhugasamur um að ganga til liðs við Liverpool og að félögin eigi nú í viðræðum um kaupverð.

Kerkez er 21 árs og hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með Bournemouth á tímabilinu þar sem hann hefur verið lykilmaður.

Liverpool er langt komið með að ganga frá sínum fyrstu kaupum í sumar en reiknað er með því að hollenski hægri bakvörðurinn Jeremie Frimpong, leikmaður Bayer Leverkusen, gangist undir læknisskoðun og skrifi undir samning við Englandsmeistarana í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka