Eitt af mörkum ársins í Manchester (myndskeið)

Egyptinn Omar Marmoush skoraði stórkostlegt mark fyrir Manchester City er liðið sigraði Bournemouth, 3:1, í viðburðaríkum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum, Kevin De Bruyne lék sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City og Rodri, besti leikmaður heims á síðasta ári, sneri aftur eftir átta mánaða fjarveru vegna meiðsla.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert