Miðjumaðurinn Abdoulaye Doucouré yfirgefur enska knattspyrnufélagið Everton þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið.
Hinn 32 ára gamli Doucouré hefur leikið 165 leiki með Everton síðan hann kom til félagsins frá Watford fyrir 20 milljónir punda í september árið 2020.
Á þeim tíma hefur hann skorað 21 mark fyrir Everton og tryggði hann liðinu m.a. áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Bournemouth tímabilið 2022/23.
Doucouré er ekki eini leikmaðurinn sem yfirgefur félagið á næstu vikum. Ashley Young, Asmir Begovic og João Virgínia gera það einnig.
Þá er framtíð þeirra Dominic Calvert-Lewin, Idrissa Gueye, Michael Keane og Seamus Coleman einnig í óvissu en þeir verða einnig samningslausir eftir tímabilið.