Forráðamenn City horfa til Skírisskógar

Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White. AFP/Justin Tallis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City eru með augastað á enska sóknarmanninum Morgan Gibbs-White.

Það er talkSport sem greinir frá þessu en Gibbs-White, sem er 25 ára gamall, er samningsbundinn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.

City hefur verið sterklega orðað við þýska sóknarmanninn Florian Wirtz að undanförnu en er ekki tilbúið að borga 125 milljónir punda fyrir hann og hefur því snúið sér annað.

Forráðamenn City sjá Gibbs-White fyrir sér sem fullkominn arftaka fyrir Kevin De Bruyne sem mun yfirgefa félagið í sumar en hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur 10 í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert