Forráðamenn United funduðu með framherja

Liam Delap til vinstri.
Liam Delap til vinstri. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United funduðu með enska framherjanum Liam Delap á dögunum.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en framherjinn, sem er 22 ára gamall, er samningsbundinn Ipswich sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Hann hefur verið orðaður við United í allan vetur en hann hefur skorað 12 mörk í 36 leikjum í deildinni í vetur.

Ruben Amorim, stjóri United, vill fá nýjan framherja í sumar en framherjum liðsins hefur  gengið illa að skora á tímabilinu.

Delap er samningsbundinn Ipswich til sumarsins 2029 en það gæti kostað United í kringum 50 milljónir punda að fá framherjann á Old Trafford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert