Dominik Szoboszlai skoraði glæsilegt mark fyrir Liverpool er liðið mátti þola 3:2-tap á útivelli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Ungverjinn lagði boltann í fjærhornið utan af kanti en aðeins hann einn veit hvort um fyrirgjöf eða skot var að ræða.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.