Belgíski knattspyrnumaðurinn Kevin De Bruyne lék sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City er liðið sigraði Bournemouth, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eftir leik fékk De Bruyne kveðjustund með fjölskyldu sinni á vellinum. Pep Guardiola, sem hefur stýrt De Bruyne hjá City frá árinu 2016, felldi tár á meðan sá belgíski þakkaði stuðningsmönnum fyrir í síðasta skipti á heimavelli.
De Bruyne er af mörgum talinn einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Í 284 deildarleikjum með Manchester City eru mörkin 72.
Þá hefur hann orðið Englandsmeistari sex sinnum, bikarmeistari tvisvar, deildabikarmeistari fimm sinnum og Evrópumeistari einu sinni með City.
Pep Guardiola in tears as Man City say goodbye to Kevin De Bruyne 😢 pic.twitter.com/k5tdQbVD0Y
— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2025