Stóðst læknisskoðun hjá Liverpool

Jeremie Frimpong.
Jeremie Frimpong. AFP/Frank Molter

Hollenski knattspyrnumaðurinn Jeremie Frimpong hefur lokið læknisskoðun hjá Englandsmeisturum Liverpool.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Frimpong, sem er 24 ára gamall, er að ganga til liðs við enska félagið frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Honum er ætlað að fylla skarðið sem Trent Alexander-Arnold skilur eftir sig en Frimpong hefur leikið með Leverkusen frá árinu 2021 og varð Þýskalandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

Alls á hann að baki 190 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 30 mörk og lagt upp önnur 44 til viðbótar.

Liverpool borgar í kringum 35 milljónir punda fyrir hann og verður tilkynnt um félagaskiptin á næstu dögum að því er fram kemur í frétt Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert