Það bendir ýmislegt til þess að belgíski knattspyrnumaðurinn Leandro Trossard sé á förum frá Arsenal í sumar.
Trossard, sem er þrítugur, gekk til liðs við Arsenal frá Brighton sumarið 2023 fyrir tæplega 30 milljónir punda en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal frá því hann kom.
Arsenal lék sinn síðasta heimaleik á tímabilinu um helgina þegar liðið hafði betur gegn Newcastle, 1:0, í 37. umferð deildarinnar.
„Þakklát fyrir öll fallegu augnablikin,“ skrifaði Laura Hilven, eiginkona Trossards, á samfélagsmiðlinn Instagram.
Bresku miðlarnir Sportsmail og The Sun hafa báðir fjallað um það að leikmaðurinn muni að öllum líkindum yfirgefa Arsenal í sumar en hann 28 mörk og lagt upp önnur 22 til viðbótar í 128 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum.