Enska knattspyrnufélagið Brighton & Hove Albion hefur komist að samkomulagi við franska varnarmanninn Olivier Boscagli um að hann gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu í sumar.
Boscagli kemur frá PSV Eindhoven þar sem hann varð hollenskur meistari um síðustu helgi eftir ótrúlegan endasprett deildarinnar, en PSV var níu stigum á eftir Ajax þegar einungis fimm umferðir voru óleiknar.
Hann er 27 ára gamall og bauð Brighton 8,5 milljónir punda í miðvörðinn síðasta sumar en PSV hafnaði þá tilboðinu.
Einnig getur Boscagli leikið sem vinstri bakvörður og varnartengiliður.