Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, fékk tvær milljónir punda í bónusgreiðslu fyrir að leiða liðið til sigurs í Evrópudeildinni á dögunum.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en það samsvarar tæplega 350 milljónum íslenskra króna.
Tottenham lagði Manchester United í úrslitaleik keppninnar, 1:0, í Bilbao á Spáni á miðvikudaginn þar sem Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, skoraði sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks. Reyndist það sigurmark leiksins.
Postecoglou hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu, þrátt fyrir að leiða liðið til sigurs í Evrópudeildinni, en gengi liðsins á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum.
Tottenham situr sem stendur í 17. sæti úrvalsdeildarinnar og getur ekki endað ofar en í 14. sætinu og eru forráðamenn félagsins sagðir íhuga það alvarlega að reka Ástralann eftir helgi.