Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, snýr aftur á sinn gamla heimavöll, Anfield í Liverpool, er Englandsmeistararnir mæta Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.
Mun Klopp því verða vitni að því þegar leikmenn Liverpool taka við bikarnum fyrir sigurinn í ensku úrvalsdeildinni.
Klopp hefur ekki viljað heimsækja Anfield síðan hann lét af störfum hjá Liverpool eftir síðustu leiktíð en á því verður breyting á sunnudag.
„Það verður gaman að hafa hann á svæðinu,“ sagði Arne Slot knattspyrnustjóri liðsins á blaðamannafundi í dag.