Miklar hreinsanir fram undan hjá United

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United ætla að hreinsa til í leikmannahóp liðsins í sumar.

Það er staðarmiðillinn í Manchester sem greinir frá þessu, Manchester Evening News, en miðillinn greinir meðal annars frá því að það sé í algjörum forgangi að selja sóknarmennina Marcus Rashford, Jadon Sancho og Anthony.

Rashford hefur leikið með Aston Villa seinni hluta tímabilsins, Sancho með Chelsea allt tímabilið og Anthony með Real Betis á Spáni seinni hluta tímabilsins.

Enginn af þeim hefur náð sér á strik hjá United á undaförnum árum en bæði Rashford og Anthony hafa staðið sig vel eftir áramót.

Þá verður hollenski bakvörðurinn Tyrell Malacia einnig seldur en hann varð Hollandsmeistari með PSV á láni frá United á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert