Snýr óvænt aftur í enska landsliðshópinn

Ivan Toney.
Ivan Toney. AFP

Framherjinn Ivan Toney er mættur aftur í leikmannahóp enska landsliðsins í fótbolta eftir nokkra fjarveru en Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, tilkynnti hópinn í morgun.

Toney hefur ekki leikið með liðinu síðan hann gekk til liðs við Al Ahli í Sádi-Arabíu síðasta sumar en hann var í leikmannahóp enska liðsins sem fór alla leið í úrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi síðasta sumar.

Enska liðið mætir Andorra í K-riðli undankeppni HM 2026 þann 7. júní í Andorra og svo Senegal í vináttulandsleik þann 10. júní í Nottingham.

Toney á að baki sex A-landsleiki fyrir England og eitt mark en hann hefur skorað 29 mörk í 43 leikjum í Sádi-Arabíu á tímabilinu.

Leikmannahópur Englands:

Markverðir:
Jordan Pickford, Dean Henderson, James Trafford.

Varnarmenn:
Reece James, Trent Alexander-Arnold, Trevoh Chalobah, Levi Colwill, Ezri Konsa, Dan Burn, Kyle Walker, Myles Lewis-Skelly.

Miðjumenn:
Jude Bellingham, Eberechi Eze, Conor Gallagher, Morgan Gibbs-White, Jordan Henderson, Curtis Jones, Cole Palmer, Declan Rice, Morgan Rogers.

Sóknarmenn:
Anthony Gordon, Noni Madueke, Bukayo Saka, Ivan Toney, Ollie Watkins, Harry Kane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert