Klopp um Trent: Ekki gleyma því sem hann hefur gert

Jürgen Klopp og Trent Alexander-Arnold.
Jürgen Klopp og Trent Alexander-Arnold. AFP

Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóri Liverpool, segist hafa slökkt á sjónvarpi sínu þegar baulað var á Trent Alexander-Arnold þegar hann kom inn á í leik Liverpool gegn Arsenal.

Alexander-Arnold mun yfirgefa Liverpool í lok tímabilsins og ganga til liðs við Real Madrid á Spáni.

„Ég ætla ekki að segja ykkur að þið megið ekki vera reið, en ekki vera vonsvikinn. Ekki gleyma því sem hann hefur gert fyrir þetta félag,“ sagði Klopp.

„Þegar ég heyrði baulið slökkti ég á sjónvarpinu mínu. Ég gat ekki orðið fyrir meiri vonbrigðum,“ bætti Klopp við.

Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn í lokaleik tímabilsins og mun Klopp vera í stúkunni í fyrsta skipti eftir hann lét af störfum sem stjóri félagsins á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert