Hollenski knattspyrnumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeild karla.
Gravenberch er 23 ára gamall miðjumaður og missti aðeins af einum leik hjá Englandsmeisturum Liverpool á tímabilinu.
Hann kom til liðsins í september 2023 og var í lykilhlutverki á þessu tímabili þegar liðið tryggði sér titilinn.
This season has been one to remember – and this award makes it even more special. Grateful to the coaches, teammates, and fans who made it all possible. 🙏🏾🏆 pic.twitter.com/pnLDHWQEtK
— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) May 24, 2025