Liverpool-maðurinn besti ungi leikmaður tímabilsins

Ryan Gravenberch í leik með Liverpool á tímabilinu.
Ryan Gravenberch í leik með Liverpool á tímabilinu. AFP/Peter Powell

Hollenski knattspyrnumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeild karla.

Gravenberch er 23 ára gamall miðjumaður og missti aðeins af einum leik hjá Englandsmeisturum Liverpool á tímabilinu.

Hann kom til liðsins í september 2023 og var í lykilhlutverki á þessu tímabili þegar liðið tryggði sér titilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert