Sunderland í úrvalsdeildina eftir dramatík

Eliezer Mayenda fagnar marki sínu.
Eliezer Mayenda fagnar marki sínu. Ljósmynd/Sunderland

Sunderland er komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir dramatískan 2:1-sigur gegn Sheffield United í úrslitaleik umspilsins á Wembley-leikvanginum í dag.

Tyrese Campbell kom Sheffield-mönnum yfir á 25. mínútu og var staðan 1:0 fyrir þeim í hálfleik. 

Á 76. mínútu jafnaði Eliezer Mayenda metin fyrir Sunderland. Á fimmtu mínútu uppbótartímans skoraði varamaðurinn Tom Watson fyrir Sunderland og tryggði liðinu sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Sunderland fer upp ásamt Leeds United og Burnley en Southampton, Leicester og Ipswich féllu niður í B-deildina. Sunderland lék síðast í úrvalsdeildinni árið 2017.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert