Wirtz nálgast Liverpool

Florian Wirtz.
Florian Wirtz. AFP/Ina Fassbender

Florian Wirtz, þýskur landsliðsmaður og lykilleikmaður Bayer Leverkusen, er nálægt því að ganga í raðir Liverpool en félagið vill fá hann í sumar.

Wirtz, sem er 22 ára, hefur náð munnlegu samkomulagi við Liverpool og hefur látið Leverkusen vita af ósk sinni að ganga til liðs við Liverpool.

Forráðamenn Liverpool hafa sett sig í samband við Leverkusen og eru að undirbúa tilboð. Talið er að Leverkusen vilji fá 125 milljónir punda fyrir leikmanninn sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Bayern München hefur einnig haft áhuga á Wirtz en Herbert Hainer, forseti félagsins, segir Wirtz hallast að Liverpool.

„Íþróttastjórinn okkar Max Eberl lét mig vita að Florian Wirtz hallast að Liverpool,“ sagði Hainer.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert