Vilja átta og hálfan miljarð fyrir þann dýrasta

Jack Grealish má muna fífil sinn fegurri.
Jack Grealish má muna fífil sinn fegurri. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Manchester City vill fá að minnsta kosti 50 milljónir punda eða 8 og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir kantmanninn Jack Grealish. 

GiveMeSport segir frá en Grealish var í litlu hlutverki hjá City á síðustu leiktíð og virðist eiga í erfiðu sambandi við stjóra liðsins Pep Guardiola. 

Grealish gekk í raðir City sumarið 2021 á 100 milljónir punda frá uppeldisfélagi sínu Aston Villa og hefur síðan unnið þrjá Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu. 

Grealish er dýrasti leikmaður í sögu Manchester City en er líklegast á förum frá félaginu í sumar, þó ekki sé víst hvort eitthvað félag sé tilbúið að greiða 50 milljónir punda fyrir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert