Frá Chelsea til City

Marcus Bettinelli á æfingu hjá Chelsea.
Marcus Bettinelli á æfingu hjá Chelsea. Ljósmynd/Chelsea

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur samið við enska markvörðinn Marcus Bettinelli um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Bettinelli kemur á frjálsri sölu frá Chelsea þar sem hann hefur verið á mála undanfarin fjögur ár.

Getur Bettinelli því verið hluti af leikmannahópi Man. City fyrir HM félagsliða sem hefst í Bandaríkjunum um helgina.

Hann lék aðeins einn leik fyrir Chelsea á fjórum árum enda þriðji markvörður og verður í sama hlutverki hjá Man. City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert