Vill ólmur fara til Chelsea

Jamie Gittens, kantmaður Borussia Dortmund.
Jamie Gittens, kantmaður Borussia Dortmund. AFP/Nicolas Tucat

Enski knattspyrnumaðurinn Jamie Gittens vill ólmur ganga til liðs við Chelsea í heimalandinu frá þýska félaginu Borussia Dortmund.

Sky Sports greinir frá því að Chelsea sé búið að leggja fram 42 milljóna punda tilboð í hinn tvítuga kantmann. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Dortmund undanfarin tvö tímabil.

Gittens hefur tjáð forráðamönnum Dortmund að hann vilji fara en félögin verða að hafa hraðar hendur ætli þau að klára möguleg skipti áður en félagaskiptaglugganum fyrir HM félagsliða verður lokað í kvöld.

Þegar þetta er ritað er Dortmund ekki búið að samþykkja tilboðið. Gangi skiptin í gegn í dag getur Gittens tekið þátt á HM félagsliða í Bandaríkjunum, sem hefst um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert