Dýrasti leikmaður sögunnar að skrifa undir hjá Liverpool

Florian Wirtz.
Florian Wirtz. AFP/Franck Fife

Þýski knattspyrnumaðurinn Florian Wirtz er að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Frá þessu greindi ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano en Liverpool hefur náð samkomulagi við forráðamenn Bayer Leverkusen um kaupverðið á Wirtz.

Liverpool gæti endað á að borga í kringum 127 milljónir punda með bónusum fyrir þýska sóknarmanninn en það samsvarar um 21,5 milljörðum íslenskra króna.

Gæti orðið sá þriðji dýrasti

Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en Wirtz náði sjálfur samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool fyrir tveimur vikum síðan að því er fram kemur á X-síðu Romano.

Wirtz, sem er 22 ára gamall, verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og dýrasti leikmaður sem hefur verið seldur frá Þýskalandi. 

Ef Liverpool endar á að borga allar árangurstengdar greiðslur fyrir Wirtz verður hann þriðji dýrasti leikmaður sögunnar á eftir þeim Neymar og Kylian Mbappé. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert