Enska knattspyrnufélagið Brighton er í þann veginn að ganga frá kaupum á bráðefnilegum grískum framherja frá Olympiacos.
Hann heitir Charalampos Kostulas, er 18 ára gamall og hefur skorað sjö mörk í fyrstu 22 leikjum sínum með grísku meisturunum í úrvalsdeildinni þar í landi.
Þá átti hann stóran þátt í sigri Olympiacos í Unglingadeild UEFA á síðasta ári.
Sky Sports segir að Brighton greiði um 30 milljónir punda fyrir Kostulas, sem muni skrifa undir fimm ára samning við félagið að lokinni læknisskoðun.
