Kaupa bráðefnilegan Grikkja

Brighton hefur laðað til sín marga efnilega knattspyrnumenn á undanförnum …
Brighton hefur laðað til sín marga efnilega knattspyrnumenn á undanförnum árum og hagnast vel á að selja þá til stærstu félaganna. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Brighton er í þann veginn að ganga frá kaupum á bráðefnilegum grískum framherja frá Olympiacos.

Hann heitir Charalampos Kostulas, er 18 ára gamall og hefur skorað sjö mörk í fyrstu 22 leikjum sínum með grísku meisturunum í úrvalsdeildinni þar í landi.

Þá átti hann stóran þátt í sigri Olympiacos í Unglingadeild UEFA á síðasta ári.

Sky Sports segir að Brighton greiði um 30 milljónir punda fyrir Kostulas, sem muni skrifa undir fimm ára samning við félagið að lokinni læknisskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert