Sögulegt tap Englendinga

Conor Gallagher og Ismaila Sarr berjast í leiknum í gærkvöldi.
Conor Gallagher og Ismaila Sarr berjast í leiknum í gærkvöldi. AFP/Paul Ellis

Tap Englands fyrir Senegal í vináttulandsleik karla í knattspyrnu á City Ground í Nottingham í gærkvöldi reyndist sögulegt.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Senegals eftir að Harry Kane hafði komið Englandi yfir.

Þar með tapaði England fyrir þjóð frá Afríku í fyrsta sinn í sögu karlalandsliðsins. Breska ríkisútvarpið vakti athygli á þessari staðreynd.

Nokkrar áhyggjur eru af liðinu á meðal enskra fjölmiðla þar sem eitt ár er í að HM 2026 hefjist og spilamennskan undir stjórn Thomas Tuchel ekki verið sérlega sannfærandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert