Brassinn mættur til Manchester

Matheus Cunha.
Matheus Cunha. Ljósmynd/Manchester United

Manchester United hefur tilkynnt komu brasilíska landsliðsmannsins Matheus Cunha til félagsins.

United greiðir 62,5 milljónir punda fyrir Cunha sem kemur til liðsins frá Wolves. Hann skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.

„Það er erfitt að lýsa tilfinningum mínum við að verða leikmaður Manchester United. Allt frá því ég var barn í Brasilíu að horfa á leiki í ensku úrvalsdeildinni í sjónvarpinu hjá ömmu minni hefur United verið uppáhalds liðið mitt á Englandi. Mig hefur dreymt um að klæðast rauðu treyjunni,“ sagði Cunha.

Cunha, sem er 26 ára, fór á kostum með Úlfunum á síðustu leiktíð en hann skoraði 15 mörk og gaf sex stoðsendingar í deildinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert