Manchester United hefur tilkynnt komu brasilíska landsliðsmannsins Matheus Cunha til félagsins.
United greiðir 62,5 milljónir punda fyrir Cunha sem kemur til liðsins frá Wolves. Hann skrifar undir fimm ára samning á Old Trafford.
„Það er erfitt að lýsa tilfinningum mínum við að verða leikmaður Manchester United. Allt frá því ég var barn í Brasilíu að horfa á leiki í ensku úrvalsdeildinni í sjónvarpinu hjá ömmu minni hefur United verið uppáhalds liðið mitt á Englandi. Mig hefur dreymt um að klæðast rauðu treyjunni,“ sagði Cunha.
Cunha, sem er 26 ára, fór á kostum með Úlfunum á síðustu leiktíð en hann skoraði 15 mörk og gaf sex stoðsendingar í deildinni.
Deal a̶g̶r̶e̶e̶d̶ done.
— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2025
Vamos, Matheus ❤️🔥#MUFC