Andy Robertson leikmaður Liverpool fór fögrum orðum um þýska knattspyrnumanninn Florian Wirtz sem er við það að ganga í raðir félagsins.
„Ef félagaskiptin ganga í gegn, þá er það spennandi leikmaður að koma til félagsins. Við erum nú þegar með fullt af spennandi hæfileikum. Hann er virkilega góður leikmaður sem mun aðeins hjálpa okkur. Ef hann gengur til liðs við okkur verðum við spenntir að spila með honum,“ sagði Robertson.
Samkvæmt Fabrizio Romano verður Wirtz dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en Þjóðverjinn hefur gert það gott með Bayer Leverkusen undanfarin ár.
„Það var nóg fyrir mig til að sjá að hann yrði frábær leikmaður. Hann var frábær gegn okkur með þýska landsliðinu,“ sagði Robertson sem mátti þola 5:1-tap með skoska landsliðinu gegn Þýskalandi á EM síðasta sumar.