Liverpool fær samkeppni frá United

Hugo Ekitiké í leik með Eintracht Frankfurt.
Hugo Ekitiké í leik með Eintracht Frankfurt. AFP/Kirill Kudryavtsev

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um franska framherjann Hugo Ekitiké, framherja Eintracht Frankfurt.

Samkvæmt Sky Sports í Þýskalandi hefur United sett sig í samband við Frankfurt.

Ekitiké, sem er 22 ára, á að baki gott tímabil með Frankfurt í Þýskalandi en hann skoraði 15 mörk og gaf átta stoðsendingar í deildinni.

Ensku félögin Liverpool og Chelsea hafa sömuleiðis áhuga á Ekitiké en talið er að Frankfurt vilji fá 100 milljónir evra fyrir Frakkann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert