Vill fara til Barcelona frá Liverpool

Luis Díaz.
Luis Díaz. AFP/Paul Ellis

Kólumbíska knattspyrnumanninum Luis Díaz finnst hann ekki vera metinn að verðleikum hjá Liverpool og vill ganga í raðir Barcelona.

Mundo Deportivo greinir frá þessu en samkvæmt spænska miðlinum mun Díaz gera allt til þess að komast til Barcelona á Spáni

Í síðustu viku greindi The Athletic frá því að Barcelona hefði sett sig í samband við Liverpool varðandi Díaz. Hins vegar sagði Liverpool að Díaz væri ekki til sölu en Kólumbíumaðurinn á eftir tvö ár af samningi sínum.

Díaz kom til Liverpool fyrir þremur árum frá Porto en hann skoraði 17 mörk í 50 leikjum á nýafstaðinni leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert