Fyrrverandi enski landsliðsmaðurinn Trevor Sinclair hefur verið úrskurðaður gjaldþrota vegna skattskuldar upp á 36 þúsund pund eða um 6,1 milljón íslenskra króna.
Sinclair, sem er aðstoðarþjálfari landsliðs Jamaíka, mætti ekki fyrir dóm í vikunni og var lýstur gjaldþrota. Skuldin tengist störfum hans sem sparkspekingur fyrir skattárið 2021 til 2022.
Honum var áður gefinn frestur til að leita lausna í apríl þegar dómari varaði Sinclair við og sagði að það væri ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn því málið væri alvarlegt.
Sinclair á 12 leiki að baki fyrir enska landsliðið en á ferlinum lék hann með liðum á borð við Manchester City, West Ham United og Queens Park Rangers.