Tekur við liði landsliðsmannsins

Tom Cleverley í leik með enska landsliðinu.
Tom Cleverley í leik með enska landsliðinu. AFP

Tom Cleverley, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle, liðs Guðlaugs Victors Pálssonar.

Plymouth féll niður í C-deildina í vor eftir afar tvísýna fallbaráttu á lokaspretti B-deildarinnar.

Cleverley er 35 ára gamall og lauk knattspyrnuferlinum vorið 2023 eftir sex ár hjá Watford. Hann tók síðan við sem knattspyrnustjóri félagsins í mars 2024 en var sagt upp störfum núna í vor.

Cleverley lék 13 landsleiki fyrir Englands hönd og var í liði Bretlands sem lék á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hann spilaði 328 leiki í ensku deildakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert