Tottenham hefur hafið viðræður við Brentford varðandi kaupin á sóknarmanninum Bryan Mbeumo. Sky Sports greinir frá í dag.
Thomas Frank, nýr stjóri Tottenham, vill fá Mbeumo í raðir félagsins eftir að hafa sótt hann til Brentford fyrir sex árum.
Manchester United hefur einnig áhuga á Mbeumo sem er Frakki með ríkisfang í Kamerún en Brentford hafnaði tilboði United í leikmanninn í síðustu viku.
Mbeumo spilaði stórkostlega með Brentford á nýafstaðinni leiktíð en hann skoraði 20 mörk og gaf sjö stoðsendingar í deildinni.