Wirtz mun setja mark sitt á Liverpool

Florian Wirtz.
Florian Wirtz. AFP/Alexandra Beier

Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern München, viðurkennir að það hafi verið svekkjandi að missa af þýska knattspyrnumanninum Florian Wirtz.

Wirtz er á leiðinni til Liverpool en Bayer Leverkusen hefur samþykkt tilboð Liverpool í Þjóðverjann. Bayern var í baráttunni við Liverpool um að fá Wirtz.

„Fyrst hugsarðu andskotinn en þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Maður endurstillir sig og undirbýr sig fyrir framtíðina,“ sagði Eberl.

Eberl er sannfærður um að Wirtz eigi eftir að slá í gegn hjá Liverpool.

„Florian mun setja mark sitt á Liverpool. Hann er stórkostlegur leikmaður, enginn vafi á því,“ bætti Eberl við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert